Sannfærandi byrjun hjá Davidson

Jón Axel Guðmundsson í leiknum gegn Kentucky í úrslitakeppni NCAA …
Jón Axel Guðmundsson í leiknum gegn Kentucky í úrslitakeppni NCAA síðasta vetur. AFP

Ekki verður annað sagt en að lið Jóns Axels Guðmundssonar, landsliðsmanns í körfuknattleik, fari vel af stað í NCAA í vetur, bandaríska háskólakörfuboltanum. Jón á ekki lítinn þátt í því og er atkvæðamesti maður liðsins. 

Davidson hefur unnið fimm leiki í röð og átta af fyrstu níu leikjunum sem af er á tímabilinu. Líkurnar á því að liðið geti fylgt árangri sínum í fyrra eftir og komast aftur í úrslitakeppnina virðast því vera til staðar en liðið leikur í Atlantic 10 riðlinum. 

Á öðru ári sínu í skólanum er Jón orðinn alger lykilmaður í liðinu. Hann er með tæplega 20 stig að meðaltali í leik í vetur, rúmlega 6 fráköst að jafnaði, gefur að meðaltali tæplega 5 stoðsendingar í leik og stelur að jafnaði boltanum einu sinni í leik. Jón er efstur í öllum þessum flokkum hjá Davidson-liðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert