Keflavík aftur tveimur stigum frá toppnum

Valsmaðurinn Kendall Anthony sækir að Guðmundi Jónssyni og Gunnari Ólafssyni …
Valsmaðurinn Kendall Anthony sækir að Guðmundi Jónssyni og Gunnari Ólafssyni hjá Keflavík í kvöld. mbl.is/Hari

Keflavík vann 86:77-sigur á Val í 10. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum fór Keflavík upp í 16 stig og er liðið aðeins tveimur stigum frá toppliðum Tindastóls og Njarðvíkur. 

Keflavík fór vel af stað og þá sérstaklega Gunnar Ólafsson, sem skoraði körfur í öllum litum regnbogans í upphafi leiks. Keflavík komst í 7:0 og svo 11:2, en Valsmenn voru sterkir eftir því sem leið á leikhlutann og munaði fjórum stigum eftir hann, 22:18. 

Leikurinn var jafn í furðulegum öðrum leikhluta, þar sem hvorugt liðið spilaði vel. Voru m.a spilaðar þrjár mínútur án þess að nokkurt stig kæmi á töfluna. Staðan í hálfleik var 35:34, Keflavík í vil. 

Eins og í fyrri hálfleik voru það Keflvíkingar sem byrjuðu mikið mun betur í seinni hálfleik og náðu þeir fljótt fínu forskoti. 56:41. Valsmenn neituðu hins vegar að gefast upp og með sterkum fyrstu mínútum í fjórða leikhluta fór munurinn niður í fjögur stig, 67:63. Nær komust Valsmenn hins vegar ekki. 

Valur 77:86 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert