Grindavík fyrst í átta liða úrslit

Jordy Kuiper (t.h.) og félagar í Grindavík eru komnir áfram …
Jordy Kuiper (t.h.) og félagar í Grindavík eru komnir áfram í 8-liða úrslit. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Geysisbikars karla í körfuknattleik með 107:80-sigri á Njarðvík b í Mustad-höllinni í Grindavík í dag.

Hlynur Hreinsson var stigahæstur Grindvíkinga með 19 stig en Gunnar Einarsson skoraði 18 fyrir gestina sem voru yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25:22, en Grindvíkingar unnu næsta leikhluta með 26 stigum og litu ekki aftur um öxl.

Síðar í kvöld fer fram viðureign KR b gegn KR og þá mætir ÍR liði ÍA.

Grindavík - Njarðvík b 107:80

Mustad-höllin, Bikarkeppni karla, 15. desember 2018.

Gangur leiksins:: 7:5, 14:9, 18:18, 22:25, 29:30, 41:31, 50:34, 62:39, 70:39, 77:48, 81:57, 87:62, 92:67, 97:73, 103:75, 107:80.

Grindavík: Hlynur Hreinsson 19/6 fráköst, Tiegbe Bamba 17/6 fráköst, Jordy Kuiper 15/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 13/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 8, Lewis Clinch Jr. 8, Hinrik Guðbjartsson 8, Sigtryggur Arnar Björnsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Ólafur Ólafsson 6.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

Njarðvík b: Gunnar Einarsson 18/8 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 18, Magnús Þór Gunnarsson 14, Pall Kristinsson 10/8 fráköst, Hilmar Hafsteinsson 7, Páll Axel Vilbergsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3/4 fráköst, Styrmir Gauti Fjeldsted 3/5 fráköst, Örvar Þór Sigurðsson 3/5 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Sveinn Bjornsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert