Hildur og Martin körfuboltafólk ársins

Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson.
Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson. Ljósmynd/KKÍ

Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2018 af KKÍ. 

Þetta er í 22. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða frá árinu 1998. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðsþjálfurum allra landsliða KKÍ í verkefnum á árinu 2018.

Hildur Björg og Martin urðu einnig efst í kjörinu í fyrra og eru því að hljóta nafnbótina bæði annað árið í röð.

 Körfuknattleikskona ársins 2018:

  1. Hildur Björg Kjartansdóttir
  2. Helena Sverrisdóttir
  3. Þóra Kristín Jónsdóttir

Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru:

Berglind Gunnarsdóttir

Guðbjörg Sverrisdóttir

Sara Rún Hinriksdóttir

Thelma Dís Ágústsdóttir

Hildur Björg Kjartansdóttir · Celta de Vigo (Spánn)
Hildur Björg er hlýtur nafnbótina „Körfuknattleikskona ársins” í annað skipti og annað árið í röð. Hildur Björg hóf atvinnuferil sinn í fyrra með CB Leganés á Spáni þar sem hún stóð sig vel og bætti sinn leik. Í haust skipti Hildur Björg yfir til Celta de Vigo og hefur farið vel af stað með liði sínu á Spáni og liðinu gengið vel.

Með landsliðinu lék Hildur Björg í undankeppni EM kvenna 2019 þar sem íslenska liðið lék sex leiki frá nóvember 2017. Hildur var ein af lykilleikmönnum landsliðsins þar sem hún var með 14.2 stig og 7.5 fráköst að meðaltali í leikjunum. Með landsliðinu er Hildur Björg orðin ein af lykilleikmönnum liðsins og mun án efa bæta sig meira sem atvinnumaður í körfuknattleik á næstu árum.

Körfuknattleikskarl ársins 2018:

  1. Martin Hermannsson
  2. Haukur Helgi Pálsson
  3. Tryggvi Snær Hlinason

Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru:

Hlynur Bæringsson

Jón Arnór Stefánsson

Jón Axel Guðmundsson

Kári Jónsson

Martin Hermannsson · Alba Berlin (Þýskaland)
Martin er orðin einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins á sínu 24. aldursári og hefur sýnt framfarir í leik sínum undanfarin ár á undan. Þetta er þriðja árið sem Martin hlýtur nafnbótina körfuknattleikskarl ársins og einnig þriðja árið í röð. Martin lék á síðasta tímabili með Châlons-Reims í efstu deild í Frakklandi, þar sem hann stóð sig frábærlega og það vel að stórlið Alba Berlínar samdi við hann fyrir núverandi tímabil. Þar hefur Martin verið lykilleikmaður leik eftir leik og byrjað vel. Martin er einn af framtíðarleikmönnum íslenska landsliðsins. 

Í undankeppninni HM lék Martin vel og alla sex leiki liðsins. Þar var hann stigahæstur í liðinu með 21.5 stig að meðaltali, stoðsendingahæstur með 3.7 stoðsendingar í leik og einnig framlagshæstur með 20.0 stig í leik. Við tók undankeppni EuroBasket 2021 og þar hélt Martin uppteknum hætti í fyrri leik liðsins af tveim og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir íslenska landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert