KR tapaði í framlengingu – Helena frábær „heima“

Helena Sverrisdóttir reynir skot að körfu Hauka.
Helena Sverrisdóttir reynir skot að körfu Hauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og ber þar hæst að topplið KR tapaði fyrir Stjörnunni á heimavelli eftir framlengdan leik og þá sneri Helena Sverrisdóttir í fyrsta sinn aftur á sinn gamla heimavöll hjá uppeldisfélaginu Haukum.

Í Frostaskjóli heimsótti Stjarnan topplið KR. Stjarnan var með yfirhöndina lengst af, en góður kafli KR í fjórða leikhluta tryggði framlengingu þar sem staðan var 80:80 að loknum venjulegum leiktíma. Í framlengingunni var Stjarnan mun sterkari og vann að lokum 91:83, þar sem Danielle Rodriguez var frábær. Hún skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf 13 stoðsendingar en hjá KR var Kiana Johnson stigahæst með 27 stig. KR er þó enn á toppnum með 24 stig eins og Keflavík, en Stjarnan blandaði sér vel í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. Er nú með 18 stig og aðeins tveimur stigum frá Val sem er í þriðja sæti.

Valur vann einnig sinn leik í kvöld þegar liðið heimsótti Hauka og vann öruggan sigur, 83:60. Þetta var fyrsta heimsókn Helenu Sverrisdóttur á sinn gamla heimavöll, en hún er uppalin hjá Haukum en kom heim úr atvinnumennsku í haust og fór til Vals. Henni virtist líða vel á kunnuglegu parketi, var stigahæst á vellinum með 30 stig og tók auk þess 11 fráköst. Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst Hauka með 20 stig, en Haukar eru í næstneðsta sæti deildarinnar með átta stig.

Skallagrímur vann svo botnbaráttuslag við Breiðablik í Borgarnesi 84:74. Ines Kerin var stigahæst hjá Skallagrími með 24 stig en Ivory Crawford skoraði 21 fyrir Blika. Skallagrímur er með 10 stig í þriðja neðsta sæti en Blikar eru á botninum með tvö stig.

Haukar - Valur 60:83

Schenker-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 16. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 5:8, 5:13, 11:13, 13:16, 15:23, 19:23, 23:30, 25:36, 33:36, 39:43, 44:53, 49:58, 50:61, 56:69, 60:77, 60:83.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 20/9 fráköst, LeLe Hardy 18/17 fráköst/6 stoðsendingar, Klaziena Guijt 9, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2, Magdalena Gísladóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 2, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Helena Sverrisdóttir 30/11 fráköst/5 stoðsendingar, Heather Butler 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 8/4 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 7/13 fráköst, Simona Podesvova 6/10 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.

Fráköst: 37 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Rúnarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 55

Skallagrímur - Breiðablik 84:74

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 16. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 5:0, 13:3, 19:15, 24:17, 29:17, 33:21, 43:28, 50:33, 54:35, 63:39, 72:43, 74:48, 78:53, 78:64, 80:66, 84:74.

Skallagrímur: Ines Kerin 24/5 stoðsendingar, Brianna Banks 23/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/10 fráköst, Shequila Joseph 13/8 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 5, Maja Michalska 4/5 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 5 í sókn.

Breiðablik: Ivory Crawford 21/7 fráköst/5 stolnir, Telma Lind Ásgeirsdóttir 15, Sanja Orazovic 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 10/5 stoðsendingar, Maria Florencia Palacios 7/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 4.

Fráköst: 15 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 152

KR - Stjarnan 83:91

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 16. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 4:2, 8:7, 11:15, 21:25, 26:33, 32:35, 36:40, 41:46, 42:48, 49:48, 53:61, 55:65, 65:69, 69:75, 74:75, 80:80, 83:88, :91.

KR: Kiana Johnson 27/4 fráköst/9 stoðsendingar, Unnur Tara Jónsdóttir 15/14 fráköst/3 varin skot, Ástrós Lena Ægisdóttir 12, Vilma Kesanen 10/6 stoðsendingar, Perla Jóhannsdóttir 8, Orla O'Reilly 7/7 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 27/15 fráköst/13 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 19/7 fráköst, Veronika Dzhikova 19/6 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/10 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/6 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 3.

Fráköst: 35 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 100

Danielle Rodriguez átti stórkostlegan leik í kvöld.
Danielle Rodriguez átti stórkostlegan leik í kvöld. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert