Góður útisigur hjá Lakers

Kyle Kuzma skoraði 32 stig fyrir Lakers.
Kyle Kuzma skoraði 32 stig fyrir Lakers. AFP

Los Angeles Lakers vann góða útisigur gegn Oklahoma City Thunder 138:128 í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Kyle Kuzma skoraði 32 stig fyrir Lakers og Ivica Zubac skoraði 26 stig og tólf fráköst. Stórstjarnan LeBron James er enn frá vegna meiðsla í liði Lakers. Paul George skoraði 27 stig fyrir Oklahoma og Russell Westbrook var með 26 stig og átti 13 stoðsendingar.

Pascal Siakam tryggði Toronto Raptors sigurinn gegn Phoenix Suns með flautukörfu og Toronto fagnaði sigri 111:109. Serge Ibaka var stigahæstur í liði Toronto með 22 stig en Devin Booker var atkvæðamestur í liði Phoenix með 30 stig.

Úrslitin í nótt:

Oklahoma - LA Lakers 128:138 (framl.)
Indiana - Philadelphia 96:120
Charlotte - Sacramento 114:95
Denver - Chicago 135:105
Toronto - Phoenix 111:109
Washington - New York 101:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert