Hamar vann Vestra í spennutrylli

Hamar vann dramatískan sigur á Vestra.
Hamar vann dramatískan sigur á Vestra. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hamar hafði betur gegn Vestra, 109:108 á heimavelli í framlengdum leik er liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Allir fjórir leikhlutarnir voru hnífjafnir og kom það lítið á óvart að staðan var jöfn í venjulegum leiktíma, 98:98.

Eftir æsispennandi framlengingu var það Everage Richardson sem skoraði sigurkörfuna á vítalínunni, fimm sekúndum fyrir leikslok. Vestri fékk tækifæri til að stela sigrinum í næstu sókn, en það tókst ekki og Hamar tók stigin tvö. 

Richardson átti magnaðan leik fyrir Hamar og skoraði 48 stig. Ragnar Jósef Ragnarsson skoraði 14. Jure Gunjina var stigahæstur hjá Vestra með 32 stig og tók hann einnig 13 fráköst. Hamar er í 4. sæti með 16 stig og Vestri í sætinu fyrir neðan með 14 stig. 

Topplið Þórs vann öruggan 97:62-heimasigur á botnliði Snæfells. Pálmi Geir Jónsson skoraði 20 stig fyrir Þór og Damir Mijic gerði 19 og tók 9 fráköst. Dominykas Zupkauskas skoraði 14 stig fyrir Snæfell. 

Loks vann Selfoss öruggan 82:62-sigur á Sindra á útivelli. Marvin Smith skoraði 25 stig fyrir Selfoss og tók 18 fráköst. Nikolas Susa skoraði 18 stig fyrir Sindra. 

Þór Ak. - Snæfell 97:62

Höllin Ak, 1. deild karla, 18. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 6:0, 11:2, 13:10, 17:14, 25:17, 32:25, 39:27, 45:32, 54:32, 62:37, 66:41, 75:47, 77:52, 82:55, 91:58, 97:62.

Þór Ak.: Pálmi Geir Jónsson 20/7 fráköst, Damir Mijic 19/9 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 14/5 fráköst, Larry Thomas 12/9 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnar Auðunn Jónsson 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/4 fráköst/11 stoðsendingar/3 varin skot, Sigurður Traustason 6, Kolbeinn Fannar Gíslason 3, Bjarni Rúnar Lárusson 3, Róbert Orri Heiðmarsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 16 í sókn.

Snæfell: Dominykas Zupkauskas 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 9/6 fráköst, Aron Ingi Hinriksson 8, Ellert Þór Hermundarson 6, Viktor Brimir Ásmundarson 6, Tómas Helgi Baldursson 6, Dawid Einar Karlsson 5/4 fráköst, Ísak Örn Baldursson 4, Rúnar Þór Ragnarsson 2, Benjamín Ómar Kristjánsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Friðrik Árnason, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 150

Hamar - Vestri 109:108

Hveragerði, 1. deild karla, 18. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 1:8, 12:16, 18:21, 24:25, 30:33, 38:39, 41:40, 46:48, 53:55, 60:60, 64:64, 70:73, 79:78, 85:83, 90:90, 98:98, 106:103, 109:108.

Hamar: Everage Lee Richardson 48/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 14/4 fráköst, Oddur Ólafsson 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Florijan Jovanov 11, Kristófer Gíslason 9/4 fráköst, Dovydas Strasunskas 6, Geir Elías Úlfur Helgason 4, Kristinn Olafsson 2, Marko Milekic 2/7 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.

Vestri: Jure Gunjina 32/13 fráköst, Nebojsa Knezevic 24/7 fráköst/9 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 23/22 fráköst, Adam Smári Ólafsson 12, Ingimar Aron Baldursson 8/4 fráköst, Hugi Hallgrímsson 7, Guðmundur Auðun Gunnarsson 2.

Fráköst: 35 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Sindri - Selfoss 62:82

Ice Lagoon höllin, 1. deild karla, 18. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 4:4, 7:10, 9:13, 16:19, 19:23, 22:30, 31:34, 33:35, 37:38, 42:47, 42:53, 49:60, 51:63, 52:68, 54:77, 62:82.

Sindri: Nikolas Susa 18/9 fráköst, Matic Macek 16/6 stoðsendingar, Hallmar Hallsson 15/6 fráköst, Ivan Kekic 7, Tómas Orri Hjálmarsson 2, Árni Birgir Þorvarðarson 2/10 fráköst, Auðunn Hofdal 2.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Selfoss: Marvin Smith Jr. 25/18 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 17/15 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 11, Ari Gylfason 8, Svavar Ingi Stefánsson 6, Haukur Hlíðar Ásbjarnarson 4, Hlynur Freyr Einarsson 4, Hlynur Hreinsson 4, Bergvin Ernir Stefánsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 20 í sókn.

Dómarar: Helgi Jónsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 90

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert