Grindavík sækir á toppliðið

Grindavík er í hörðum toppslag í 1. deild kvenna í …
Grindavík er í hörðum toppslag í 1. deild kvenna í körfubolta. Ljósmynd/Karfan.is

Grindavík minnkaði forskot Fjölnis á toppi 1. deildar kvenna í körfubolta í fjögur stig með 73:53-sigri á Hamri á útivelli. Staðan í hálfleik var 27:27, en Grindavík var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum. 

Hrund Skúladóttir skoraði 17 stig fyrir Grindavík og Ólöf Rún Óladóttir bætti við 14 stigum. Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 19 stig. Hamar er í neðsta sæti með aðeins tvö stig. Grindavík á tvo leiki til góða og getur því jafnað Fjölni á toppnum með sigrum í næstu leikjum.  

Þór Akureyri er í þriðja sæti með 12 stig, tveimur stigum á eftir Grindavík eftir 89:80-sigur á Tindastóli á útivelli. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og staðan var 78:78 þegar skammt var eftir. 

Þór tryggði sér hins vegar sætan sigur með góðum lokakafla. Sylvía Rún Hálfdanardóttir átti stórleik og skoraði 34 stig fyrir Þór. Tessondra Williams átti ekki síðri leik fyrir TIndastól og skoraði 40 stig. Tindastóll er í fimmta sæti með átta stig. 

Tindastóll - Þór Akureyri 80:89

Sauðárkrókur, 1. deild kvenna, 19. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 7:7, 11:12, 13:16, 18:23, 29:27, 31:33, 34:38, 41:39, 43:39, 45:47, 47:57, 56:61, 61:64, 66:66, 73:72, 78:78, 80:84, 80:89.

Tindastóll: Tessondra Williams 40/12 fráköst, Marín Lind Ágústsdóttir 18, Valdís Ósk Óladóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Rún Dagsdóttir 5, Rakel Rós Ágústsdóttir 5, Erna Rut Kristjánsdóttir 4/6 fráköst, Karen Lilja Owolabi 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Þór Akureyri: Sylvía Rún Hálfdanardóttir 34/13 fráköst/9 stolnir, Rut Herner Konráðsdóttir 17/17 fráköst/5 stolnir, Hrefna Ottósdóttir 9/9 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 9/13 fráköst, Karen Lind Helgadóttir 6/4 fráköst, Særós Gunnlaugsdóttir 5/5 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 5, Ásgerður Jana Ágústsdóttir 4.

Fráköst: 39 í vörn, 27 í sókn.

Dómarar: Sigurður Jónsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 125

Hamar - Grindavík 53:73

Hveragerði, 1. deild kvenna, 19. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 0:0, 6:5, 11:11, 13:13, 17:17, 22:21, 24:23, 27:27, 27:35, 29:41, 33:44, 36:50, 39:51, 39:57, 47:68, 53:73, 53:73, 53:73.

Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 19/12 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 11/9 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 7, Rannveig Reynisdóttir 5, Vilborg Óttarsdóttir 4, Perla María Karlsdóttir 3, Dagrún Ösp ssurardóttir 2, Una Bóel Jónsdóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 7 í sókn.

Grindavík: Hrund Skúladóttir 17/11 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 14, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 14/6 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 7, Elsa Albertsdóttir 5/6 fráköst/5 stolnir, Ingibjörg Jakobsdóttir 5/9 fráköst/5 stolnir, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 5, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4/5 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Guðmundur Ragnar Björnsson, Ingi Björn Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert