Breiðablik burstaði ÍR

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir sækir að Hafnhildi Magnúsdóttur í Smáranum í …
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir sækir að Hafnhildi Magnúsdóttur í Smáranum í kvöld. mbl.is/Hari

Úrvalsdeildarlið Breiðabliks átti ekki neinum vandræðum með 1. deildarlið ÍR þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Geysisbikars kvenna í körfuknattleik í Kópavoginum í kvöld en leiknum lauk með öruggum sigri Breiðabliks, 80:44.

Breiðablik leiddi með níu stigum eftir fyrsta leikhluta og það sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta og staðan 35:17 í hálfleik. Munurinn á liðunum jókst svo hægt og rólega í seinni hálfleik og svo fór að lokum að Blikar unnu afar þægilegan 36 stiga sigur.

Ivory Crawford var atkvæðamest í liði Breiðabliks með 31 stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar en hjá ÍR var það Birna Eiríksdóttir sem var stigahæst með 12 stig og tvö fráköst. Breiðablik er því komið áfram í undanúrslit Geysisbikarsins líkt og Stjarnan og Snæfell.

Breiðablik - ÍR 80:44

Smárinn, Bikarkeppni kvenna, 20. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 4:4, 6:4, 11:5, 18:9, 24:9, 26:11, 33:15, 35:17, 37:21, 45:23, 50:25, 53:33, 53:35, 66:35, 74:37, 80:44.

Breiðablik: Ivory Crawford 24/9 fráköst/3 varin skot, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 10/6 fráköst, Sanja Orazovic 8/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 8, Telma Lind Ásgeirsdóttir 7, Hafrún Erna Haraldsdóttir 7/4 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 6, Maria Florencia Palacios 4, Sóllilja Bjarnadóttir 2/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 2, Melkorka Sól Péturdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

ÍR: Birna Eiríksdóttir 12, Kristín Rós Sigurðardóttir 7/9 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 7/6 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 6/6 fráköst, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4, Bylgja Sif Jónsdóttir 3, Arndís Þóra Þórisdóttir 3/6 fráköst, Sandra Ilievska 2.

Fráköst: 20 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert