Stjarnan fór illa með bikarmeistarana

Ægir Þór Steinarsson var sterkur hjá Stjörnunni.
Ægir Þór Steinarsson var sterkur hjá Stjörnunni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Stjarnan vann sannfærandi 81:68-sigur á ríkjandi bikarmeisturum Tindastóls á útivelli í síðasta leik átta liða úrslita Geysisbikars karla í körfubolta. Stjörnumenn komust fljótlega í 7:3 og voru yfir allan leikinn. 

Staðan í hálfleik var 46:42, Stjörnunni í vil, og með góðum þriðja leikhluta lögðu Stjörnumenn gruninn að öruggum sigri, en staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 69:50.

Ægir Þór Steinarsson átti mjög góðan leik fyrir Stjörnuna og skoraði 21 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Rozzell skoraði einnig 21 stig fyrir Stjörnuna. Urald King var stigahæstur hjá Tindastóli með 16 stig. 

Í gær komust ÍR, Njarðvík og KR í undanúrslitin, sem fara fram í Laugardalshöllinni, sömu helgi og úrslitaleikirnir. Dregið verður í undanúrslit karla og kvenna í hádeginu á morgun. 

Tindastóll - Stjarnan 68:81

Sauðárkrókur, Bikarkeppni karla, 22. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 3:7, 7:14, 12:19, 17:26, 23:30, 28:37, 35:39, 42:46, 42:49, 42:54, 44:63, 50:69, 55:72, 61:79, 64:81, 68:81.

Tindastóll: Urald King 16/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/8 fráköst/8 stoðsendingar, Danero Thomas 10/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 6/6 fráköst, Dino Butorac 6, Viðar Ágústsson 4, Friðrik Þór Stefánsson 3, Axel Kárason 3.

Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn.

Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Brandon Rozzell 21/4 fráköst, Antti Kanervo 11/5 fráköst, Collin Anthony Pryor 11, Hlynur Elías Bæringsson 7/11 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4, Filip Kramer 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ísak Ernir Kristinsson.

Áhorfendur: 500

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert