Tvö NBA met jöfnuð í nótt

Klay Thompson stekkur upp að körfu Lakers í nótt.
Klay Thompson stekkur upp að körfu Lakers í nótt. AFP

Tvö lífseig met voru jöfnuð í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt, en alls voru ellefu leikir á dagskrá.

James Harden, sem farið hefur á kostum með Houston Rockets, skoraði þá 30 stig eða meira í 20. leiknum í röð. Það hefur enginn afrekað áður nema goðsögnin Wilt Chamberlain. Hann skoraði 37 stig í nótt en það dugði ekki til gegn Philadelphia 76ers, sem vann Houston 121:93.

Þá lét Klay Thompson þristunum rigna fyrir meistara Golden State Warriors þegar liðið vann Los Angeles Lakers 130:111. Hann skoraði þá úr 10 þriggja stiga körfum í röð, sem er jöfnun á meti í NBA-deildinni. Hann skoraði alls 44 stig í leiknum, en missti 11. þristinn sem hefði komið honum í sögubækurnar.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan

New York Knicks – Oklahoma City Thunder 109:127
Cleveland Cavaliers – Chicago Bulls 88:104
Washington Wizards – Detroit Pistons 101:87
Milwaukee Bucks – Dallas Mavericks 116:106
Atlanta Hawks – Orlando Magic 103:122
Brooklyn Nets – Sacramento Kings 123:94
Memphis Grizzlies – New Orleans Pelicans 85:105
Boston Celtics – Miami Heat 107:99
Philadelphia 76ers – Houston Rockets 121:93
Utah Jazz – Portland Trail Blazers 104:109
Los Angeles Lakers – Golden State Warriors 111:130

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert