Settu pressu á toppliðið

Paul George með boltann fyrir Oklahoma City Thunder.
Paul George með boltann fyrir Oklahoma City Thunder. AFP

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt, þar sem Toronto Raptors settu pressu á topplið austurdeildar.

Toronto vann þá Sacramento Kings 120:105 og heldur gott gengi liðsins á heimavelli áfram þar sem það hefur unnið 21 leik en tapað aðeins fjórum. Þetta var 36. sigurleikur liðsins á leiktíðinni en topplið Milwaukee Bucks hefur unnið 34, en á leiki til góða og heldur þess vegna toppsætinu.

Paul George skoraði 36 stig fyrir Oklahoma City Thunder í sigri á Portland Trail Blazers 123:114, en Oklahoma er í þriðja sæti vesturdeildar að berjast í toppbaráttunni.

Úrslit næturinnar má sjá í heild sinni hér að neðan.

Toronto Raptors – Sacramento Kings 120:105
Oklahoma City Thunder – Portland Trail Blazers 123:114
Dallas Mavericks – Los Angeles Clippers 106:98
Phoenix Suns – Minnesota Timberwolves 91:118

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert