San Antonio vann meistarana

Gregg Popovich þjálfari San Antonio Spurs er einn sá sigursælasti …
Gregg Popovich þjálfari San Antonio Spurs er einn sá sigursælasti í sögu NBA. AFP

San Antonio Spurs minnti rækilega á sig í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og lagði meistarana í Golden State Warriors að velli í Texas 111:105. San Antonio hefur þar með unnið níu leiki í röð og alls ellefu í röð á heimavelli. 

DeMar DeRozan skoraði 26 stig og tók níu fráköst fyrir San Antonio og LaMarcus Aldridge gerði 23 stig og tók 13 fráköst. San Antonio sem Pétur Guðmundsson lék með á níunda áratugnum er nú í fimmta sæti Vesturdeildarinnar.

Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State og Kevin Durant 24 stig. Golden State er með bestan árangur í Vesturdeildinni ásamt Denver Nuggets. 

Úrslit: 

Cleveland - Detroit 126:119

Washington - Utah 116:95

Boston - Denver 105:114

Toronto - New York 128:92

Oklahoma - Miami 107:116

San Antonio - Golden State 111:105

Dallas - New Orleans 125:129

Phoenix - Chicago 101:116

Portland - Indiana 106:98

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert