Fjölnisliðin í góðum málum

Það var Fjölnisdagur í körfuboltanum í kvöld.
Það var Fjölnisdagur í körfuboltanum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Karla- og kvennalið Fjölnis í körfubolta eru bæði einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi umspila um sæti í efstu deildum eftir útisigra í kvöld. Kvennaliðið hafði betur gegn Njarðvík, 87:81, og karlaliðið vann Vestra, 82:72. Bæði eru þau með 2:0-forystu í sínum einvígjum. 

Í kvennaflokki var Fjölnir með 69:56-forystu fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Njarðvík sótti á í lokin og náði að minnka muninn í fjögur stig þegar rúm mínúta var eftir. Fjölniskonur náðu hins vegar að halda út og eru þær skrefi frá því að mæta Grindavík eða Þór Akureyri í úrslitaeinvígi. 

Brandi Buie skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Fjölni og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir skoraði 15 stig. Kamilla Sól Viktorsdóttir skoraði 29 stig fyrir Njarðvík og Erna Freydís Traustadóttir 16 stig. 

Fjölnismenn voru með forystu nánast allan tímann gegn Vestra, en heimamenn voru ekki of langt undan. Staðan fyrir síðasta leikhlutann var 63:54 og sigldi Fjölnir nokkuð sannfærandi sigri í hús að lokum. 

Marques Oliver skoraði 18 stig og tók 12 fráköst fyrir Fjölni og Róbert Sigurðsson bætti við 17 stigum. Jure Gunjina skoraði 25 stig og tók 11 fráköst fyrir Vestra. Takist Fjölni að vinna þriðja leik liðanna mætir liðið annaðhvort Hamri eða Hetti í úrslitaeinvígi. 

Njarðvík - Fjölnir 81:87

Ljónagryfjan, 1. deild kvenna, 26. mars 2019.

Gangur leiksins:: 5:7, 12:14, 16:16, 18:20, 23:26, 25:30, 30:38, 33:41, 38:48, 44:55, 51:62, 56:69, 60:71, 66:78, 74:82, 81:87.

Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 29, Erna Freydís Traustadóttir 16/4 fráköst, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 11, Vilborg Jónsdóttir 10/9 fráköst/8 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 6, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6/10 fráköst/6 stoðsendingar, Eva María Lúðvíksdóttir 3.

Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.

Fjölnir: Brandi Nicole Buie 24/9 fráköst/9 stoðsendingar, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 15/9 fráköst/5 varin skot, Fanney Ragnarsdóttir 11, Erla Sif Kristinsdóttir 11/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 9/4 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 5, Berglind Karen Ingvarsdottir 5/5 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 5, Fanndís María Sverrisdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 167

Vestri - Fjölnir 72:82

Ísafjörður, 1. deild karla, 26. mars 2019.

Gangur leiksins:: 2:7, 6:10, 8:14, 14:20, 22:24, 26:31, 31:38, 33:45, 34:52, 39:52, 43:55, 54:63, 58:68, 64:77, 69:80, 72:82.

Vestri: Jure Gunjina 25/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Nemanja Knezevic 14/14 fráköst/7 stoðsendingar, Adam Smári Ólafsson 13, Ingimar Aron Baldursson 7, Hugi Hallgrímsson 6, Hilmir Hallgrímsson 5/6 fráköst, Daníel Wale Adeleye 2.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Fjölnir: Marques Oliver 18/12 fráköst, Róbert Sigurðsson 17/6 fráköst/9 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Egill Agnar Októsson 12/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 10/9 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 4/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3, Hlynur Logi Ingólfsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 113

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert