KR í úrslitakeppnina á kostnað Snæfells

Valskonur fagna í kvöld.
Valskonur fagna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Deildar- og bikarmeistarar Vals unnu afar sannfærandi 82:56-sigur á Snæfelli á heimavelli í lokaumferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Valskonur eru búnar að vera í algjörum sérflokki í deildinni eftir að Helena Sverrisdóttir kom til félagsins í nóvember. 

Valur náði 49:20-forystu í hálfleik og var sigurinn aldrei í neinni hættu. Snæfell lék án Kristen McCarthy og réð lítið vel sterkt Valslið. Heather Butler fór á kostum hjá Val og skoraði 30 stig og gaf átta stoðsendingar. Angelika Kowalska og Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoruðu 14 stig fyrir Snæfell sem hafnar í fimmta sæti deildarinnar. 

Keflavík vann æsispennandi slag við KR í Frostaskjóli, 97:95, þar sem Brittanny Dinkins tryggði Keflavík sigurinn á vítalínunni fjórum sekúndum fyrir leikslok. Keflavík var með 75:60-forskot fyrir síðasta leikhlutann, en KR komst yfir þegar skammt var eftir. Að lokum hafði Keflavík hins vegar betur. Sara Rún Hinriksdóttir átti stórleik fyrir Keflavík og skoraði 30 stig og Brittanny Dinkins bætti við 23 stigum. Kiana Johnson skoraði 29 fyrir KR og Olra O'Reilly 28 stig. 

Stjarnan, sem hafnar í þriðja sæti deildarinnar, þurfti að hafa fyrir sigri gegn botnliði Breiðabliks á útivelli, en lokatölur urðu 86:82. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 25:9 og var með forystu út leikinn, þrátt fyrir sterkt áhlaup Breiðabliks. Danielle Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og Sanja Orazovic skoraði 18 fyrir Breiðablik. 

Haukar unnu ákaflega sannfærandi 104:59-sigur á Skallagrími á heimavelli. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka og Rósa Björk Pétursdóttir skoraði 19. Ines Kerin skoraði 20 stig fyrir Skallagrím. 

Valur og KR mætast því annars vegar í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og Keflavík og Stjarnan hins vegar. Valur og Keflavík byrja á heimavöllum sínum. 

Lokastaðan í deildinni: 

  1. Valur 44
  2. Keflavík 42
  3. Stjarnan 36
  4. KR 32
  5. Snæfell 32
  6. Haukar 18
  7. Skallagrímur 12
  8. Breiðablik 8

Haukar - Skallagrímur 104:59

Schenker-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 26. mars 2019.

Gangur leiksins:: 12:0, 19:3, 31:6, 34:9, 36:14, 41:16, 51:21, 56:27, 59:33, 69:39, 74:40, 79:42, 82:49, 88:55, 97:57, 104:59.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 19/6 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16/7 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 12/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Magdalena Gísladóttir 11, Klaziena Guijt 8, Bríet Lilja Sigurðardóttir 7/9 fráköst/7 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 4.

Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.

Skallagrímur: Ines Kerin 20/5 fráköst, Shequila Joseph 12/8 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/7 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4, Maja Michalska 4, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Arna Hrönn Ámundadóttir 1.

Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Friðrik Árnason, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 54

Valur - Snæfell 82:56

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 26. mars 2019.

Gangur leiksins:: 5:2, 14:4, 20:8, 28:12, 33:12, 37:15, 44:15, 49:20, 55:26, 61:35, 61:37, 63:44, 65:49, 70:51, 78:54, 82:56.

Valur: Heather Butler 30/8 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 10/11 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 10/7 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 9, Kristín María Matthíasdóttir 3/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 3, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Bergþóra Holton Tómasdóttir 2, Anita Rún Árnadóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 7 í sókn.

Snæfell: Helga Hjördís Björgvinsdóttir 14/4 fráköst, Angelika Kowalska 14/4 fráköst, Katarina Matijevic 12/7 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 4, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4/10 fráköst, Thelma Hinriksdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 116

Breiðablik - Stjarnan 82:86

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 26. mars 2019.

Gangur leiksins:: 0:6, 5:12, 7:20, 9:25, 15:27, 22:29, 30:36, 35:43, 40:49, 42:59, 52:62, 52:67, 58:69, 67:71, 76:78, 82:86.

Breiðablik: Sanja Orazovic 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 17, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 17, Ivory Crawford 11/9 fráköst/5 stolnir, Björk Gunnarsdótir 9, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 6/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 18 í vörn, 13 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 20/12 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 13/9 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/4 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 5, Veronika Dzhikova 5/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Linda Marín Kristjánsdóttir 1.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Aron Rúnarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 60

KR - Keflavík 95:97

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 26. mars 2019.

Gangur leiksins:: 6:6, 13:11, 16:17, 24:27, 33:37, 36:43, 38:48, 42:48, 44:56, 46:61, 48:65, 60:75, 67:81, 73:87, 81:89, 95:97.

KR: Kiana Johnson 29/10 fráköst/7 stoðsendingar, Orla O'Reilly 28/9 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 17/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 12, Vilma Kesanen 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 30/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brittanny Dinkins 23/6 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/6 fráköst/3 varin skot, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9, Erna Hákonardóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7, María Jónsdóttir 2, Þóranna Kika Hodge-Carr 2/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 2/9 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 80

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert