Gáfum allt en staðan var erfið

Collin Pryror í hörðum slag við ÍR-inga.
Collin Pryror í hörðum slag við ÍR-inga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við gerðum andleg mistök í þessari seríu og skotin okkar duttu ekki, sem er óvenjulegt. Þetta eru ekki nema 1-2 skot sem skilja að," sagði svekktur Collin Pryor, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við mbl.is eftir 79:83-tap fyrir ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. 

Stjarnan lenti 20 stigum undir í byrjun þriðja leikhluta og var mótlætið mikið. Stjarnan náði hins vegar að minnka muninn og voru lokamínúturnar spennandi. 

„Stundum er þetta svona. Við höfum upplifað þetta áður og margir segja að við spilum okkar besta körfubolta þegar illa gengur. Við breyttum engu í okkar leik fyrir þessa seríu. Við gáfum allt, en staðan var orðin erfið."

Stjarnan er tvöfaldur meistari í vetur, en Pryror viðurkennir að tímabilið í heild séu nokkur vonbrigði, þar sem liðið ætlaði sér alla leið. 

„Við erum vonsviknir. Stærsta markmiðið okkar var að vinna stóra bikarinn. Það myndi hver sem er skipta annað hvort deildar- eða bikarmeistaratitli fyrir Íslandsmeistaratitil," sagði Collin Pryor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert