Boston fyrst allra í 2. umferð

Kyrie Irving var sterkur hjá Boston.
Kyrie Irving var sterkur hjá Boston. AFP

Boston Celtics er komið áfram í 2. umferð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum eftir 110:106-sigur á Indiana Pacers á útivelli í kvöld. 

Boston vann alla fjóra leiki liðanna og er fyrst allra liða til að komast áfram í 2. umferð. Indiana var með 49:47-forskot í hálfleik, en Boston vann seinni hálfleikinn með fimm stiga mun. 

Gordon Hayward var stigahæstur í jöfnu liði Boston með 20 stig og Jayson Tatum og Marcus Morris skoruðu 18 stig hvor. Bojan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Indiana og Tyreke Evans gerði 21 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert