Sviptingar verða að reglu

Giannis Antetokounmpo hefur gert Milwaukee Bucks að einu besta liði …
Giannis Antetokounmpo hefur gert Milwaukee Bucks að einu besta liði deildarinnar. AFP

Á síðustu 35 keppnistímabilum síðan undirritaður hóf þessa NBA-pistla höfum við séð nokkur yfirburðalið sem voru ávallt líkleg að verja meistaratitilinn. Í upphafi voru það viðureignir Los Angeles Lakers og Boston Celtics með þá Magic Johnson og Larry Bird í fararbroddi á níunda áratugnum. Detroit Pistons brúuðu síðan tímabilið inn í níunda áratuginn þegar Chicago Bulls og Michael Jordan réðu ríkjum.

Þegar Lakers fluttu síðan í Staples Center 1999 urðu þeir yfirburðalið, en San Antonio Spurs var einnig með titla inni á milli. Undanfarin áratug hefur það síðan verið hvaða lið sem LeBron James spilar með og loks Golden State Warriors undanfarin fimm ár.

Í sumar urðu hinsvegar miklar breytingar í styrkleika margra liðanna vegna liðsskiptinga nokkurra stærstu stjarna deildarinnar, en eins og bent var á í pistlum undirritaðs um helgina á mbl.is gætum við átt von á að slíkar sviptingar á sumrin í deildinni verði reglan frekar en undantekningin, þar sem toppleikmenn veigra sér við að gera langtímasamninga við lið sín.

Fyrir margt stuðningsfólk liðanna er þetta leiðinleg þróun. Það vildi frekar að leikmannahópi liðs sín yrði haldið saman. Markaðslögmálin og þar með frelsi leikmanna til að velja vinnuveitanda gera þann stöðugleika erfiðan. Leikmenn elta peninginn eins og margir aðrir á vinnumarkaðnum, þannig að búa verður við þessa stöðu að óbreyttu.

Fyrir marga aðra eru pælingar um leikmannaskipti og allt sem í kringum þau bara hið besta mál. NBA-eðjótar hafa sínar eigin skoðanir og fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru á fullu allt sumarið í pælingum um hvaða leikmenn séu á hreyfingu, sem allt í einu gefur stuðningsfólki margra liða von um gott sæti í úrslitakeppninni þar sem allt getur gerst.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert