Lakers komst aftur á beinu brautina

LeBron James og félagar hans í LA Lakers eru í …
LeBron James og félagar hans í LA Lakers eru í efsta sæti í vesturdeildinni. AFP

Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbrautina í NBA-deildinni í körfuknattleik en liðið hafði betur gegn Phoenix Suns 123:115.

Lakers tapaði fyrsta leik sínum í deildinni en vann sjö leiki í röð áður en það beið lægri hlut fyrir meisturum Toronto á sunnudaginn. Lakers hefur nú unnið átta leiki en tapað tveimur og er í efsta sæti í Vesturdeildinni.

Kyle Kuzma sá um að tryggja Lakers sigurinn en hann skoraði tvær þriggja stiga körfur á lokamínútum leiksins. Kuzma skoraði 23 stig, Anthony Davis skoraði 24 stig og tók 12 fráköst og LeBron James skoraði 19 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Devin Booker og Ricky Rubio skoruðu 21 stig hvor fyrir Phoenix.

Joel Embiid skoraði sigurkörfu Philadelphia 76'ers í sigri gegn Clevelad Cavaliers 98:97. Embiid skoraði 27 stig og tók 14 fráköst og Josh Richardson skoraði 17 stig.

Úrslitin í nótt:

Miami - Detroit 117:108
Chicago - New York 120:102
Utah - Brooklyn Nets 119:114
Denver - Atlanta 121:125
Phoenix - LA Lakers 115:123
Sacramento - Portland 107:99
Philadelphia - Cleveland 98:97
Indiana - Oklahoma 111:85

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert