Martin góður í sterkustu keppni Evrópu

Martin Hermannsson stendur vörnina í kvöld.
Martin Hermannsson stendur vörnina í kvöld. Ljósmynd/EuroLeague

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá þýska körfuboltaliðinu Alba Berlín unnu sinn annan leik í röð í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í kvöld. Alba hafði þá betur gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu á heimavelli, 92:80. 

Martin er búinn að vera með betri leikmönnum Alba í keppninni og hann átti enn og aftur góðan leik. Martin skoraði 16 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Alba er með þrjá sigra og sex töp til þessa í keppninni og er í 14. sæti af 18 liðum. Alba vann fyrsta leikinn, en tapaði svo næstu sex. Síðan þá hefur liðið unnið tvo í röð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert