Keflavík ekki í vandræðum með Snæfell

Daniela Wallen skoraði 31 stig fyrir Keflavík í kvöld.
Daniela Wallen skoraði 31 stig fyrir Keflavík í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík vann Snæfell örugglega 89:66 í fyrsta leik áttundu umferðar í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Keflavík.

Keflavík réð ferðinni allan tímann. Staðan í hálfleik var 52:37 og sigur Suðurnesjaliðsins var aldrei í hættu.

Daniela Wallen var stigahæst í liði Keflavíkur með 31 stig og Irena Sól Jónsdóttir skoraði 13. Hjá Snæfelli voru þær Anna Soffía Lárusdóttir og Chandler Smith atkvæðamestar með 15 stig hvor.

Keflavík jafnaði Hauka og Skallagrím að stigum en liðin eru með 8 stig í 3.-5. sæti en Snæfell hefur 4 stig í sjötta sætinu.

Gangur leiksins: 8:4, 12:7, 19:13, 23:17, 30:24, 38:26, 45:30, 52:37, 54:37, 56:42, 62:45, 68:52, 75:56, 80:61, 85:65, 89:66.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 31/12 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Irena Sól Jónsdóttir 13, Katla Rún Garðarsdóttir 12, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Elsa Albertsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Snæfell: Chandler Smith 15/11 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 15, Veera Annika Pirttinen 11/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Aðalsteinn Hjartarson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 82

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert