Reiður Jón Arnór sendur í sturtu (myndskeið)

Jón Arnór Stefánsson lét skapið hlaupa með sig í gönur.
Jón Arnór Stefánsson lét skapið hlaupa með sig í gönur. mbl.is/Kristinn Magnússon

KR tapaði illa fyrir Grindavík á útivelli í Geysisbikar karla í körfubolta í kvöld, 110:81. KR steinlá fyrir Stjörnunni í síðasta deildarleik og hefur tapað síðustu tveimur leikjum með samanlagt 72 stigum. 

Mótlætið virðist fara illa í KR-inga. Jón Arnór Stefánsson, lykilmaður KR og einn besti leikmaður Íslands síðustu ár, fékk tvær tæknivillur og var því rekinn út úr húsi í þriðja leikhluta í stöðunni 87:66, Grindavík í vil. 

Jón veittist að Gunnlaugi Briem, einum dómara leiksins, með ógnandi hætti. Jón vissi upp á sig sökina og gekk af velli og skellti hurð á eftir sér. Jón skoraði aðeins tvö stig í leiknum og hefur ekki náð sér almennilega á strik í síðustu leikjum með KR. 

Leikurinn var í beinni útsendingu á RÚV og atvikið má sjá í frétt á RÚV.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert