Skoraði 21 stig í einum leikhluta

Devin Booker er í stóru hlutverki hjá Phoenix Suns og …
Devin Booker er í stóru hlutverki hjá Phoenix Suns og hann skoraði 44 stig í nótt. AFP

Devin Booker skoraði 44 stig í nótt þegar Phoenix Suns vann New Orleans Pelicans á útivelli, 139:132, í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Þessi 23 ára gamli bakvörður var ekki langt frá þrefaldri tvennu því hann átti 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst í leiknum. Hann lét mest að sér kveða í þriðja leikhluta þegar hann skoraði 21 stig.

Margra augu voru á James Harden sem gat orðið fyrstur í tólf ár til að skora 50 stig í þremur leikjum í röð í deildinni. Hann var óralangt frá því en var þó stigahæstur hjá Houston Rockets með 23 stig þegar lið hans vann meistara Toronto Raptors á útivelli, 119:109. Russell Westbrook hjá Houston var með sína fimmtu þreföldu tvennu í vetur en hann skoraði 19 stig, tók 13 fráköst og átti 11 stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

Washington - Philadelphia 119:113
Toronto - Houston 109:119
New York - Denver 92:129
New Orleans - Phoenix 132:139 (framlengt)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert