Tap í framlengingu í Tyrklandi

Martin Hermannsson mátti þola tap í framlengingu.
Martin Hermannsson mátti þola tap í framlengingu. Ljósmynd/EuroLeague

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá þýska liðinu Alba Berlín máttu í kvöld þola 102:107-tap gegn Fenerbahce frá Tyrklandi á útivelli í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 

Martin var sterkur hjá Alba og skoraði 12 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 88:88, en tyrkneska liðið var sterkara í framlengingunni. 

Alba er í 15. sæti af 18 liðum í keppninni með fjóra sigra og átta töp. Liðið mætir Bayreuth á útivelli í þýsku deildinni á sunnudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert