Bræðurnir mæta uppeldisfélaginu

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson verður á ferðinni í Grafarvoginum þar …
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson verður á ferðinni í Grafarvoginum þar sem hann hóf feril sinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bræðurnir Hjalti Þór og Hörður Axel Vilhjálmssynir fara á heimaslóðir í 8-liða úrslitum Geysis-bikarsins í körfuknattleik og mæta uppeldisfélaginu Fjölni í Grafarvoginum. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum. 

Kvennalið Keflavíkur fær einnig athyglisverðan leik en það fær KR í heimsókn. Bikarmeistarar Vals fengu heimaleik gegn Breiðabliki. 

Bikarmeistararnir í karlaflokki, Stjarnan, mætir Val í Garðabænum. Sindri á Hornafirði sem leikur í 1. deild fékk heimaleik á móti Grindavík sem sló KR út í síðustu umferð. 

Eftirfarandi viðureignir verða í kvennaflokki: 

Keflavík - KR

Valur - Breiðablik

ÍR - Skallagrímur

Haukar - Grindavík

Leikirnir fara fram 19. og 20. janúar.

Eftirfarandi viðureignir verða í karlaflokki:

Fjölnir - Keflavík

Sindri - Grindavík

Stjarnan - Valur

Tindastóll - Þór Akureyri

Leikirnir fara fram 19. og 20. janúar. 

Helena Sverrisdóttir í Laugardalshöllinni á síðasta tímabili.
Helena Sverrisdóttir í Laugardalshöllinni á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert