Fimmtán sigurleikir í röð

Nemanja Bjelica treður boltanum í körfuna en sigurkarfa hans fyrir …
Nemanja Bjelica treður boltanum í körfuna en sigurkarfa hans fyrir Sacramento í nótt kom fyrir utan 3ja stiga línuna. AFP

Sigurganga Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik hélt áfram í nótt þegar liðið sigraði Orlando Magic á heimavelli, 110:101. Þetta er fimmtándi sigur Milwaukee í röð og liðið hefur unnið 22 af fyrstu 25 leikjum sínum á tímabilinu.

Giannis Antetokounmpo var að vanda í aðalhlutverki hjá Milwaukee en hann skoraði 32 stig og tók 15 fráköst.

Nemanja Bjelica tryggði Sacramento Kings útisigur gegn Houston Rockets með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu, langt utan af velli, og lokatölur þar urðu 119:118.

Paul George skoraði 36 stig fyrir LA Clippers sem lagði Indiana Pacers á útivelli, 110:99, og hefur nú unnið átta af síðustu tíu leikjum sínum.

Úrslitin í nótt:

Indiana - LA Clippers 99:110
Boston - Cleveland 110:88
Houston - Sacramento 118:119
Milwaukee - Orlando 110:101
New Orleans - Detroit 103:105
Chicago - Toronto 92:93
Phoenix - Minnesota 125:109
Utah - Oklahoma City 90:104
Golden State - Memphis 102:110

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert