Grindavík áfram á sigurbraut

Sigtryggur Arnar Björnsson var sterkur hjá Grindavík.
Sigtryggur Arnar Björnsson var sterkur hjá Grindavík. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík vann sinn fjórða sigur í röð í öllum keppnum er liðið vann 100:94-heimasigur á Þór Akureyri í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík lagði grunninn að sigrinum með 34:19-stórsigri í öðrum leikhluta. 

Sigtryggur Arnar Björnsson og Ingvi Þór Guðmundsson skoruðu 21 stig hvor fyrir Grindavík og Jamal Olasawere gerði 20 stig. Jamal Palmer skoraði 18 stig fyrir Þór og Hansel Atencia skoraði 17 stig. 

Með sigrinum fór Grindavík upp fyrir Þór Þorlákshöfn og upp í áttunda sæti þar sem liðið er með tíu stig, eins og Haukar, sem eru í sjöunda sæti. Þór er í 11. sæti með aðeins tvö stig, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. 

Grindavík - Þór Akureyri 100:94

Mustad-höllin, Urvalsdeild karla, 13. desember 2019.

Gangur leiksins:: 8:7, 16:15, 19:23, 27:28, 36:32, 46:38, 50:42, 61:44, 65:55, 75:59, 79:64, 82:69, 85:69, 90:75, 98:82, 100:94.

Grindavík: Ingvi Þór Guðmundsson 21/4 fráköst/7 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jamal K Olasawere 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 13, Valdas Vasylius 13/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/8 fráköst, Bragi Guðmundsson 2, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Þór Akureyri: Jamal Marcel Palmer 18, Hansel Giovanny Atencia Suarez 17/10 stoðsendingar, Terrence Christopher Motley 13, Pablo Hernandez Montenegro 13/10 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 11/7 stoðsendingar, Mantas Virbalas 11/6 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 5, Baldur Örn Jóhannesson 4/5 fráköst, Ragnar Ágústsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 200

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert