Sögulegur áfangi Jóns í Bandaríkjunum

Jón Axel Guðmundsson í landsleik.
Jón Axel Guðmundsson í landsleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, náði í kvöld sögulegum áfanga í sögu háskólaliðs Davidson í Bandaríkjunum þegar lið hans vann Fordham 74:62.

Hann átti stórleik og var stigahæstur með 21 stig en átti auk þess 9 stoðsendingar, og með því náði hann því marki að hafa átt 500 stoðsendingar í bandarísku háskóladeildinni. Hann er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu Davidson-háskóla til að ná þeim áfanga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert