Valsmenn sóttu sigur á Krókinn

Austin Magnus Bracey átti stórleik á Króknum í kvöld.
Austin Magnus Bracey átti stórleik á Króknum í kvöld. mbl.is/Hari

Valsmenn unnu afar sterkan tveggja stiga sigur gegn Tindastóli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, á Sauðárkróki í fimmtándu umferð deildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 91:89-sigri Valsmanna sem fara með sigrinum úr fallsæti og upp fyrir Þór Akureyri.

Stólarnir byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta. Valsmenn voru hins vegar sterkari í öðrum leikhluta og var staðan því jöfn í hálfleik, 47:47. Valsmenn unnu þriðja leikhluta með tveimur stigum og Tindastóli tókst ekki að vinna upp forskot Hlíðarendaliðsins í fjórða leikhluta og Valsmenn fögnuðu því óvæntum sigri.

Austin Magnus Bracey átti stórleik fyrir Valsmenn og skoraði 32 stig og þá var Pavel Ermolinskij með tvöfalda tvennu, 10 stig og tíu fráköst. Sinisa Bilic var stigahæstur Stólanna með 20 stig og fimm fráköst. Valsmenn eru með 10 stig í tíunda sæti deildarinnar en Tindastóll er í þriðja sætinu með 18 stig.

Georgi Boyanov sækir að Akureyringum í Breiðholtinu í kvöld.
Georgi Boyanov sækir að Akureyringum í Breiðholtinu í kvöld. mbl.is/Eggert

ÍR stöðvaði Akureyringa

Roberto Kovac fór á kostum fyrir ÍR þegar liðið vann 120:113-sigur gegn Þór frá Akureyri í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Kovac skoraði 40 stig og setti niður alls níu þriggja stiga skot í leiknum. Það var mikið skorað í Breiðholti í kvöld en Þórsarar leiddu með tveimur  stigum í hálfleik, 63:61, en ÍR-ingar unnu ellefu stiga sigur í þriðja leikhluta og lögðu þar með grunninn að sigri sínum.

Georgo Bayanov átti einnig frábæran leik fyrir ÍR en hann skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hjá Þórsurum var Pablo Hernández stigahæstur með 27 stig og átta fráköst. ÍR er nú með 16 stig í sjöunda sæti deildarinnar og hefur fjögurra stiga forskot á Þór Þorlákshöfn. Þórsarar, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir leik kvöldsins, eru hins vegar aftur komnir í fallsæti í ellefta sæti deildarinnar með 8 stig.

Tindastóll - Valur 89:91

Sauðárkrókur, Urvalsdeild karla, 24. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 6:8, 12:13, 19:17, 27:23, 31:28, 33:35, 39:39, 47:45, 53:52, 60:64, 68:68, 70:74, 78:79, 80:82, 86:86, 89:91.

Tindastóll: Sinisa Bilic 20/5 fráköst, Deremy Terrell Geiger 18, Jaka Brodnik 16/5 stoðsendingar, Gerel Simmons 9, Helgi Rafn Viggósson 8/4 fráköst, Viðar Ágústsson 6, Axel Kárason 6, Jasmin Perkovic 4/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 2/6 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn.

Valur: Austin Magnus Bracey 32, Philip B. Alawoya 22/13 fráköst, Naor Sharabani 16/7 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 11, Illugi Steingrímsson 6, Benedikt Blöndal 2, Pavel Ermolinskij 2/10 fráköst/10 stoðsendingar.

Fráköst: 30 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Rúnarsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 200

ÍR - Þór Akureyri 120:113

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Urvalsdeild karla, 24. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:8, 17:13, 23:26, 26:34, 37:39, 45:46, 53:54, 61:63, 70:69, 78:73, 86:80, 93:84, 98:89, 104:95, 113:102, 120:113.

ÍR: Roberto Kovac 40, Georgi Boyanov 27/9 fráköst/7 stoðsendingar, Collin Pryor 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 14/5 fráköst/4 varin skot, Evan Christopher Singletary 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 4, Hafliði Jökull Jóhannesson 3.

Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn.

Þór Akureyri: Pablo Hernandez Montenegro 27/9 fráköst, Hansel Giovanny Atencia Suarez 26/15 stoðsendingar, Jamal Marcel Palmer 19/7 fráköst/5 stoðsendingar, Júlíus Orri Ágústsson 17, Mantas Virbalas 12/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 7, Baldur Örn Jóhannesson 3/6 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 2.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 186

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert