Þriðji sigur Hafnfirðinga í röð

Rósa Björk Pétursdóttir sækir að Blikum í Ólafssal í Hafnarfirði …
Rósa Björk Pétursdóttir sækir að Blikum í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld. mbl.is/Árni Sæbert

Randi Brown fór á kostum fyrir Hauka þegar liðið vann stórsigur gegn Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Ólafssal í Hafnarfirði í átjándu umferð deildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 79:42-sigri Hauka en Brown var ansi nálægt því að skila þrefaldri tvennu með 30 stig, níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Haukar lögðu grunninn að sigrinum strax í fyrsta leikhluta þar sem Hafnfirðingar skoruðu 28 stig gegn 7 stigum Blika. Blikar náðu að laga stöðuna í öðrum leikhluta en Kópavogsliðið átti afar slakan þriðja leikhluta þar sem Haukar skoruðu 23 stig gegn 8 stigum Breiðabliks og þar með var leikurinn svo gott sem búinn.

Þóra Kristín Jónsdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir skoruðu báðar tíu stig fyrir Hauka en Danni Williams var stigahæst í liði Breiðabliks með 15 stig. Þetta var þriðji sigurleikur Hauka sem eru áfram í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig en Breiðablik er í sjöunda sætinu og því næstneðsta með 4 stig.

Landsliðskonan Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 12 stig fyrir Snæfell.
Landsliðskonan Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 12 stig fyrir Snæfell. mbl.is//Hari

Spenna í Grindavík

Það var talsvert meiri spenna í leik Grindavíkur og Snæfells í Mustad-höllinni í Grindavík þar sem Veera Porttinen tryggði Snæfelli sigur með tveggja stiga körfu, þrjátíu sekúndum fyrir leikslok. Grindavík fékk tvö tækifæri til þess að jafna en skotin vildu ekki ofan í og Snæfell fagnaði 59:87-sigri.

Amarah Coleman skoraði 18 stig og var með fjórtán fráköst í liði Snæfells en hjá Grindavík var Jordan Reynolds stigahæst með 19 stig og ellefu fráköst. Þetta var annar sigurleikur Snæfells í röð í deildinni en liðið er með 12 stig í sjötta sætinu en Grindavík er á botninum með 2 stig.

Borgnesingar réðu ekkert við Danielle Rodriguez í kvöld.
Borgnesingar réðu ekkert við Danielle Rodriguez í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lífsnauðsynlegur sigur KR

Þá vann KR fimm stiga sigur gegn Skallagrími í spennuleik, 77:72. Staðan í hálfleik var jöfn, 38:38. Vesturbæingar leiddu með tveimur stigum fyrir fjórða leikhluta. Maja Michalska setti niður þriggja stiga körfu fyrir Skallagrím þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka og minnkaði muninn í 75:72 en KR-liðið reyndist sterkara á lokasprettinum.

Danielle Rodriguez skoraði 30 stig og gaf átta stoðsendingar og þá var Sanja Orazivic atkvæðamikil með 16 stig og ellefu fráköst. Emilie Hesseldal var stigahæst í liði Skallagríms með 25 stig og fjórtán fráköst og Keira Robinson skoraði 21 stig. Vesturbæingar eru með 26 stig í öðru sæti deildarinnar en Skallagrímur er í fimmta sætinu með 20 stig, fjórum stigum frá úrslitakeppnissæti.

Skallagrímur - KR 72:77

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 29. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:4, 11:9, 14:11, 20:14, 24:16, 27:25, 32:30, 38:36, 38:40, 41:48, 48:52, 53:55, 56:63, 64:65, 66:70, 72:77.

Skallagrímur: Emilie Sofie Hesseldal 25/14 fráköst, Keira Breeanne Robinson 21/6 fráköst/6 stoðsendingar, Maja Michalska 12/7 fráköst, Mathilde Colding-Poulsen 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/8 fráköst/7 stoðsendingar, Arnina Lena Runarsdottir 2, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2.

Fráköst: 33 í vörn, 7 í sókn.

KR: Danielle Victoria Rodriguez 30/5 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Sanja Orazovic 16/11 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 10/5 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 7/7 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 184

Grindavík - Snæfell 57:59

Mustad-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 29. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 5:4, 11:8, 15:10, 18:13, 24:17, 29:22, 31:27, 38:29, 38:31, 44:35, 48:42, 48:43, 49:46, 53:50, 55:55, 57:59.

Grindavík: Jordan Airess Reynolds 19/11 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 9/6 fráköst, Hrund Skúladóttir 9/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 7/7 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 7, Tania Pierre-Marie 6/6 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.

Snæfell: Amarah Kiyana Coleman 18/14 fráköst/8 stoðsendingar, Emese Vida 14/19 fráköst, Veera Annika Pirttinen 13/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 2.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 50

Haukar - Breiðablik 79:42

Ásvellir, Úrvalsdeild kvenna, 29. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:0, 14:2, 23:7, 28:7, 28:11, 33:13, 37:18, 40:23, 48:26, 55:26, 59:31, 63:31, 72:31, 76:34, 76:34, 79:42.

Haukar: Randi Keonsha Brown 30/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Lovísa Björt Henningsdóttir 10/7 fráköst/3 varin skot, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9, Anna Lóa Óskarsdóttir 9/7 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 5/8 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4/6 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 15 í sókn.

Breiðablik: Danni L Williams 15/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 6, Isabella Ósk Sigurðardóttir 5/12 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2, Fanney Lind G. Thomas 2.

Fráköst: 17 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhann Guðmundsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 67

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert