Zaragoza heldur efsta sætinu

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason mbl.is/Kristinn Magnússon

Spænska liðið Zaragoza er í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik en liðið vann heimasigur á gríska liðinu PAOK á Spáni í kvöld 86:76. 

Zaragoza er með 22 stig eftir 13 leiki en næst á eftir koma þýska liðið Bonn og franska liðið Dijon aðeins stigi á eftir. Zaragoza hefur unnið níu leiki en tapað fjórum. 

Tryggvi Snær Hlinason lék lítið í kvöld eða í rúmar fimm mínútur. Skoraði hann 1 stig og tók 1 frákast fyrir Zaragoza. 

Haukur Helgi Pálsson var einnig á ferðinni með rússneska liðinu UNICS Kazan sem heimsótti Galatasaray í Istanbul í Evrópubikarnum. Tyrkirnir höfðu betur 90:76.

Haukur skoraði 6 stig, tók 1 frákast og stal boltanum einu sinni. 

UNICS hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur í G-riðli eins og Galatasaray.  Mónakó og Rytas eigast nú við í sama riðli og verði heimasigur niðurstaðan þá eru öll fjögur liðin í riðlinum jöfn að stigum. 

Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert