Stígur Jón Arnór síðasta dansinn á Hlíðarenda?

Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson mbl.is/Haraldur Jónasson

Körfuboltamaðurinn Jón Arn­ór Stef­áns­son mun spila með Val á Íslandsmótinu í körfubolta á næstu leiktíð samkvæmt heimildum Körfunnar og verða félagsskiptin tilkynnt á næstunni.

Jón Arnór er 38 ára gamall og af mörgum talinn besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. Hann á 20 ára meistaraflokksferil að baki og þar af lék hann þrett­án tíma­bil er­lend­is, í Þýskalandi, Rússlandi, Ítal­íu og á Spáni, auk þess sem hann var um tíma í leik­manna­hópi NBA-liðsins Dallas Mavericks, án þess þó að spila í deild­inni.

Hann vann Evr­ópu­deild FIBA með Dynamo Saint Peters­burg frá Rússlandi árið 2005, hef­ur tólf sinn­um verið kjör­inn körfuknatt­leiksmaður árs­ins hér á landi, íþróttamaður árs­ins 2014 og unnið Íslands­meist­ara­titil­inn fimm sinn­um með KR en þar hefur hann verið síðan 2016.

Sömuleiðis hafa verið orðrómar um að Helgi Magnússon fari með Jóni til Vals en þó er talið líklegra að hann verði áfram í KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert