Grindavík með fullt hús

Grindavík hafði betur gegn Þór akureyri.
Grindavík hafði betur gegn Þór akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindavík er með tvo sigra úr tveimur leikjum í Dominos-deild karla í körfubolta eftir 119:105-sigur á Þór frá Akureyri á heimavelli í kvöld.

Heimamenn byrjuðu miklu betur og var staðan eftir fyrsta leikhluta 32:17. Þór svaraði með fínum öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 56:54, Grindavík í vil.

Þórsarar byrjuðu svo vel í þriðja leikhluta og komust snemma fimm stigum yfir, 65:60. Þá tók Grindavík aftur við sér og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 83:79.

Grindavík gerði svo út um leikinn í fjórða leikhluta og var sigurinn að lokum öruggur en Þór er án stiga eftir tvo leiki.

Dagur Kár Jónsson átti afar góðan leik fyrir Grindavík og skoraði 29 stig og gaf 8 fráköst. Eric Wise gerði 23 stig og Joonas Jarvelainen skoraði 20 stig og tók átta fráköst. Iva Alcolado skoraði 28 stig og tók 14 fráköst fyrir Þór og Srdan Stojanovic skoraði 26 stig.

Gangur leiksins:: 11:7, 18:9, 24:13, 32:17, 38:28, 48:39, 54:45, 56:54, 60:65, 68:67, 79:72, 83:79, 88:82, 98:90, 109:95, 119:105.

Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29/4 fráköst/8 stoðsendingar, Eric Julian Wise 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 20/8 fráköst, Kristinn Pálsson 18/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 8/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/5 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 14 í sókn.

Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea Alcolado 28/14 fráköst, Srdan Stojanovic 26/8 stoðsendingar, Dedrick Deon Basile 25/7 fráköst/11 stoðsendingar, Andrius Globys 16/4 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 5, Ragnar Ágústsson 5.

Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Bjarki Þór Davíðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert