Grindavík með fullt hús eftir framlengdan spennuleik

Grindavík er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
Grindavík er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindavík er enn með fullt hús stiga í Dominos-deild karla í körfubolta eftir 94:92-sigur á Þór Þorlákshöfn í framlengdum spennuleik í Þorlákshöfn í kvöld. 

Grindvíkingar voru töluvert sterkari framan af og náðu mest 16 stiga forskoti í þriðja leikhluta, 68:52 og var staðan fyrir fjórða leikhlutann 70:56. 

Þórsarar neituðu að gefast upp og með glæsilegum fjórða leikhluta tókst þeim að jafna og svo komast yfir í fyrsta skipti í stöðunni 82:81 þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. 

Liðin skiptust á að hafa forystuna út leikinn og að lokum voru þau jöfn þegar laukaflautið gall, 85:85 og því þurfti að framlengja. 

Spennan hélt áfram í framlengingunni og munaði einu stigi á liðunum þegar mínúta var eftir en þá var staðan 92:91, Grindavík í vil og tókst Þór ekki að jafna eftir það. 

Grindavík er á toppnum ásamt Stjörnunni með þrjá sigra úr þremur leikjum en Þór er með einn sigur og tvö töp. 

Gangur leiksins: 3:5, 7:13, 10:20, 18:22, 23:28, 29:36, 34:41, 36:43, 39:48, 45:53, 52:63, 56:70, 63:75, 75:77, 79:81, 85:85, 89:88, 91:94, 92:.

Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 24/6 fráköst/9 stoðsendingar, Adomas Drungilas 17/10 fráköst, Callum Reese Lawson 14/6 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 12/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 11/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 7/7 fráköst/9 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 7.

Fráköst: 34 í vörn, 6 í sókn.

Grindavík: Joonas Jarvelainen 19/6 fráköst, Kristinn Pálsson 18/12 fráköst, Eric Julian Wise 16/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 13/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 9, Ólafur Ólafsson 8/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2, Johann Arni Olafsson 1.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert