Stórsigur ÍR-inga á Egilsstöðum

ÍR vann góðan sigur á Hetti í kvöld.
ÍR vann góðan sigur á Hetti í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

ÍR vann sannfærandi 105:87-sigur á Hetti í Dominos-deild karla í körfubolta á Egilsstöðum í kvöld. 

ÍR-ingar voru með völdin allan tímann og var staðan í hálfleik 57:42. ÍR hélt áfram að bæta í forskotið í þriðja leikhluta og var staðan fyrir síðasta leikhlutann 87:63 og fjórði leikhluti formsatriði fyrir ÍR. 

Collin Pryor var í miklu stuði hjá ÍR og skoraði 30 stig og Everage Richards skoraði 24 og tók 13 fráköst. Fyrrverandi ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson lék vel með Hetti og skoraði 17 stig og tók 9 fráköst. Micheal Mallory skoraði einnig 17 fyrir Hött og gaf 9 stoðsendingar. 

ÍR hefur farið ágætlega af stað í deildinni og er með tvo sigra og eitt tap eftir þrjá leiki en nýliðar Hattar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum. 

Gangur leiksins: 4:5, 11:12, 17:20, 20:28, 26:34, 31:43, 38:47, 42:57, 50:63, 56:71, 58:78, 63:87, 69:94, 71:101, 79:103, 87:105.

Höttur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/9 fráköst/7 stoðsendingar, Sævar Elí Jóhannsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16/4 fráköst, David Guardia Ramos 15, Matej Karlovic 12, Dino Stipcic 7/7 fráköst, Brynjar Snær Gretarsson 3.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

ÍR: Collin Anthony Pryor 30/6 fráköst, Everage Lee Richardson 24/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Sigvaldi Eggertsson 19/6 fráköst, Danero Thomas 11/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 10, Evan Christopher Singletary 4/7 stoðsendingar, Benoný Svanur Sigurðsson 3, Ólafur Björn Gunnlaugsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert