Líkt við kórónuveiruna í miðjum leik

Jeremy Lin leikur í bandarísku B-deildinni í dag.
Jeremy Lin leikur í bandarísku B-deildinni í dag. AFP

Körfuknattleikskappinn Jeremy Lin er orðinn langþreyttur á þeim kynþáttafordómum sem hann verður fyrir á vellinum.

Lin, sem er 32 ára gamall, birti afar áhugaverða færslu á samfélagsmiðlinum Twitter um helgina en hann á ættir að rekja til Taívan.

Hann spilar í dag í B-deild NBA-deildarinnar með Santa Cruz Warriors en hefur leikið með liðum á borð við New York Knicks, Houston Rockets, Charlotte Hornets og Brooklyn Nets á ferlinum.

„Þrátt fyrir að hafa spilað í níu ár í NBA-deildinni þá kemur það ekki í veg fyrir þá fordóma sem ég verð reglulega fyrir á körfuboltavellinum,“ sagði Lin meðal annars.

„Mér er reglulega líkt við kórónuveiruna í miðjum leik og fólk af asískum ættum í Bandaríkjunum er orðið langþreytt á að heyra staðreyndir af því að það verði ekki fyrir fordómum,“ sagði Lin meðal annars.

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur blandað sér í málið og hvatt forráðamenn deildarinnar til þess að rannsaka málið enn frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert