Stjarnan slapp með skrekkinn í spennutrylli

Ægir Þór Steinarsson var drjúgur fyrir Stjörnuna.
Ægir Þór Steinarsson var drjúgur fyrir Stjörnuna. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan er ein í öðru sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir nauman 94:93-sigur á Hetti á útivelli í kvöld. Matej Karlovic gat tryggt Hetti sigurinn með lokaskoti leiksins en það geigaði. 

Leikurinn var kaflaskiptur því Stjarnan byrjaði betur og var með þriggja stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann en Höttur með 52:45 forskot í hálfleik. Stjarnan lék vel í þriðja leikhluta og var staðan 71:71 fyrir lokaleikhlutann. 

Bryan Alberts kom Hetti í 71:69 þegar níu sekúndur voru eftir en Stjarnan tryggði sér sigurinn með körfu Austin Brodeur fjórum sekúndum fyrir leikslok. Höttur tók leikhlé í kjölfarið en tókst ekki að komast aftur yfir í lokasókninni. 

Ægir Þór Steinarsson skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna og gaf ellefu stoðsendingar sömuleiðis. Alexander Lindqvist bætti við 19 stigum. Matej Karlovic skoraði 27 stig fyrir Hött og Bryan Alberts 20. 

Eins og áður hefur komið fram er Stjarnan í öðru sæti með 20 stig, tveimur stigum frá toppliði Keflavíkur. Höttur er í tíunda sæti með átta stig. 

Höttur - Stjarnan 93:94

MVA-höllin Egilsstöðum, Dominos deild karla, 07. mars 2021.

Gangur leiksins:: 4:8, 14:13, 16:21, 22:25, 30:30, 34:38, 48:40, 52:45, 57:48, 59:54, 64:62, 71:71, 76:73, 78:77, 83:85, 93:94.

Höttur: Matej Karlovic 27, Bryan Anton Alberts 20, Dino Stipcic 12/8 fráköst/10 stoðsendingar, David Guardia Ramos 12, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/4 fráköst, Michael A. Mallory ll 6, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn.

Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 23/5 fráköst/11 stoðsendingar, Alexander Lindqvist 19/7 fráköst, Austin James Brodeur 13/8 fráköst, Dúi Þór Jónsson 12, Hlynur Elías Bæringsson 10/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Gunnar Ólafsson 6/4 fráköst, Mirza Sarajlija 3/6 stoðsendingar.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 200

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert