Valur á beinu brautina eftir sigur gegn ÍR

Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig fyrir Valsmenn.
Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig fyrir Valsmenn. mbl.is/Árni Sæberg

Jordan Roland átti stórleik fyrir Val þegar liðið fékk ÍR í heimsókn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Origo-höllina á Hlíðarenda í kvöld.

Leiknum lauk með 101:88-sigri Vals en Roland skoraði 35 stig og var stigahæstur Valsmanna.

ÍR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 27:26. Breiðhyltingar juku forskot sitt um fjögur stig í öðrum leikhluta og leiddu 52:47 í hálfleik.

Valsmenn mættu af krafti út í síðari hálfleikinn og skoruðu 29 stig gegn 20 stigum ÍR-inga í þriðja leikhluta. Þeir fylgdu því svo eftir í fjórða leikhluta og fögnuðu ellefu stiga sigri í leikslok.

Jón Arnór Stefánsson átti mjög góðan leik fyrir Val, skoraði 20 stig og tók tvö fráköst og þá skoraði Miguel Cardoso 15 stig og gaf níu stoðsendingar.

Hjá ÍR-ingum var Everage Richardsson stigahæstur með 26 stig og tólf fráköst. Þá skoraði Zvonko Buljan 22 stig.

Valsmenn eru með 10 stig í áttunda sæti deildarinnar en ÍR er í fimmta sætinu með tólf stig.

Gangur leiksins:: 8:7, 17:9, 18:15, 23:27, 30:33, 36:40, 40:47, 47:52, 53:56, 64:60, 66:66, 76:72, 82:78, 87:82, 94:85, 101:90.

Valur: Jordan Jamal Roland 35, Jón Arnór Stefánsson 20, Kristófer Acox 18/17 fráköst, Miguel Cardoso 15/6 fráköst/9 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 5/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sinisa Bilic 4/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 2, Hjálmar Stefánsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

ÍR: Everage Lee Richardson 26/8 fráköst/12 stoðsendingar, Zvonko Buljan 22, Collin Anthony Pryor 18/4 fráköst, Evan Christopher Singletary 6/8 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Alfonso Birgir Söruson Gomez 5, Danero Thomas 5/6 fráköst, Aron Orri Hilmarsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 140

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert