Miami í vænlegri stöðu eftir sigur gegn Boston

Jimmy Butler var með tvöfalda tvennu gegn Boston.
Jimmy Butler var með tvöfalda tvennu gegn Boston. AFP

Jommy Butler átti frábæran leik fyrir Miami Heat þegar liðið heimsótti Boston Celtics í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í dag.

Butler skoraði 26 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst en leiknum lauk með 130:124-sigri Miami.

Miami bókstaflega keyrði yfir leikmenn Boston í fyrri hálfleik og leiddu með sextán stigum í hálfleik, 79:53.

Boston tókst að minnka forskot Miami í ellefu stig í þriðja leikhluta og þrátt fyrir að skora 40 stig gegn 25 stigum Miami í fjórða leikhluta tókst þeim ekki að snúa leiknum sér í vil.

Evan Fournier var stigahæstur Boston-manna með 30 stig en liðið er með 35 sigra í sjöunda sæti austurdeildarinnar.

Miami er hins vegar í sjötta sæti austurdeildarinnar með 37 sigra og hefur nú þægilegt forskot á Boston fyrir lokaumferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert