Skóli fyrir körfuboltasamfélagið í Njarðvík

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur í körfuknattleik, var auðmjúkur en um leið myrkur í máli eftir að lið hans hafði sigrað Þór frá Þorlákshöfn í loka umferð Dominos-deildar karla í kvöld.

Með sigrinum tryggðu Njarðvíkingar veru sína áfram í deildinni að ári og voru hársbreidd frá úrslitakeppinni. 

Einar sagðist verulega sáttur með þann karakter sem að liðið sýndi hér á loka metrum mótisins eftir að margir höfðu þá þegar sent þá niður um deild. Einar sagðist stoltur af sínum mönnum að klára deildina líkt og þeir gerðu í miklu mótlæti.

Einar sagðist láta það standa uppúr að þetta Njarðvíkurlið sem hefur spilað síðustu leiki á að vera í úrslitakeppni og það er alveg hægt að taka undir það.  Einar sendi svo ákveðnum stuðningsmönnum félagsins sneið og sagðist hafa fundið fyrir því að ekki hafi allir verið að styðja liðið í öldudal. 

Einar Árni Jóhannsson.
Einar Árni Jóhannsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert