Frakkar nánast öruggir áfram

Rudy Gobert tekur hér eitt af tíu fráköstum sínum í …
Rudy Gobert tekur hér eitt af tíu fráköstum sínum í leiknum í dag. AFP

Frakkar eru með fullt hús stiga í körfuknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir 97:77-sigur á Tékklandi í annarri umferðinni í dag. Með sigrinum eru Frakkar nánast búnir að gulltryggja sér sæti í fjórðungsúrslitunum.

Bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferðinni, Tékkar unnu sex stiga sigur á Írum og Frakkar unnu frækinn sigur á Bandaríkjunum, 83:76, en tapið var það fyrsta hjá Bandaríkjunum á Ólympíuleikum í 17 ár. Tékkar voru með sex stiga forystu eftir fyrsta leikhluta en Frakkar sneru taflinu snarlega við fyrir hálfleik, voru 51:40 yfir í hléinu. Evan Fournier skoraði 21 stig fyrir Frakka, Nando De Colo 17 og Vincent Poirier 14. Hjá Tékkum var Jan Vesely stigahæstur með 19 stig en Ondrej Balvin næstur með 18.

Frakkar eru því efstir í riðlinum með fjögur stig eftir tvo leiki og mæta Íran í lokaumferðinni. Bandaríkjamenn, sem unnu Íran 120:66 í nótt, mæta Tékkum í úrslitaleik um annað sætið. Það verða svo tvö af þremur liðum í þriðju sætum riðlanna með besta árangurinn sem fara einnig í 8-liða úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert