Annar sigur Breiðabliks kom gegn Grindavík

Ísabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 12 stig og tók sextán fráköst …
Ísabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 12 stig og tók sextán fráköst í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Michaela Kelly átti stórleik fyrir Breiðablik þegar liðið tók á móti Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Smáranum í Kópavogi í 16. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 77:71-sigri Breiðabliks en þetta var annar sigurleikur Blika á tímabilinu.

Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu 26:10 eftir fyrsta leikhluta. Grindavík tókst að laga stöðuna í öðrum leikhluta og var staðan 39:33, Breiðablik í vil, í hálfleik.

Blikar leiddu með fimm stigum eftir þriðja leikhluta, 61:56, en Grindavík tókst nokkrum sinnum að minnka forskot Blika í þrjú stig í fjórða leikhluta. Lengra komst Grindavík hins vegar ekki og Blikar fögnuðu sigri.

Kelly skoraði 24 stig fyrir Blika og tók þrettán fráköst og Birgit Ósk Snorradóttir skoraði 17 stig og tók sjö fráköst. Robbi Ryan var stigahæst í liði Grindavíkur mð 24 stig og þrettán fráköst.

Breiðablik er áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 4 stig en Grindavík er í sjötta sætinu með 6 stig.

Gangur leiksins:: 4:2, 15:7, 22:10, 26:10, 30:15, 30:24, 33:28, 39:33, 43:40, 53:44, 56:54, 61:56, 67:61, 69:63, 73:69, 77:71.

Breiðablik: Michaela Lynn Kelly 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Birgit Ósk Snorradóttir 17/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 13/4 fráköst/5 stolnir, Isabella Ósk Sigurðardóttir 12/16 fráköst/4 varin skot, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 9, Anna Lóa Óskarsdóttir 2.

Fráköst: 35 í vörn, 10 í sókn.

Grindavík: Robbi Ryan 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Edyta Ewa Falenzcyk 17/7 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 13, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9/5 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 3, Hekla Eik Nökkvadóttir 2/5 stoðsendingar.

Fráköst: 30 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Friðrik Árnason, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert