Deildarmeistararnir semja við bandarískan bakvörð

Emmu Sóldísi Svan Hjördísardóttur og stöllum hennar í Fjölni hefur …
Emmu Sóldísi Svan Hjördísardóttur og stöllum hennar í Fjölni hefur borist liðstyrkur frá Bandaríkjunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur komist að samkomulagi við Bandaríkjakonuna Victoriu Morris um að leika með kvennaliði félagsins á komandi tímabili.

Fjölnir stóð uppi sem deildarmeistari í úrvalsdeild í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðasta tímabili. Liðið var svo slegið út í undanúrslitum úrslitakeppninnar, af Njarðvík sem varð svo Íslandsmeistari.

Morris kemur úr háskólaboltanum vestanhafs þar sem hún lék síðasta með Rutgers-háskóla og tímabilið þar á undan með Old Dominion.

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Fjölnis segir að Morris sé fjölhæfur bakvörður sem geti skotið vel fyrir utan þriggja stiga línuna og sé einnig með gott auga fyrir sendingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert