Valur stakk nýliðana af í lokin

Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti góðan leik fyrir Val.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti góðan leik fyrir Val. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Valur hafði betur gegn nýliðum ÍR, 84:67, í Subway-deild kvenna í körfubolta í Origo-höllinni í kvöld.

Valskonur voru með 44:39 forskot í hálfleik og var munurinn áfram fimm stig þegar fjórði og síðasti leikhlutinn fór af stað. Þá stungu Valskonur af og unnu að lokum sannfærandi sigur.

Kiana Johnson átti glæsilegan leik fyrir Val, skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Dagbjört Dögg Karlsdóttir gerði 14 stig. Greeta Uprus skoraði 21 fyrir ÍR og Jamie Cherry skoraði 15.

Valur er í fjórða sæti með fjögur stig en ÍR er eina liðið sem er án stiga og því í botnsætinu.

Origo-höllin, Subway deild kvenna, 06. október 2022.

Gangur leiksins:: 5:8, 10:13, 14:15, 24:18, 26:22, 34:27, 40:33, 44:39, 53:43, 56:44, 58:50, 63:58, 69:60, 73:65, 81:66, 84:67.

Valur: Kiana Johnson 22/10 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Simone Gabriel Costa 13/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13/6 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 8, Ásta Júlía Grímsdóttir 7/5 fráköst, Sara Líf Boama 4, Margret Osk Einarsdottir 3.

Fráköst: 19 í vörn, 13 í sókn.

ÍR: Greeta Uprus 21/5 fráköst, Jamie Janesse Cherry 15/5 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 12/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 6, Nína Jenný Kristjánsdóttir 6/4 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 4/5 fráköst, Gréta Hjaltadóttir 3.

Fráköst: 21 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Rúnar Lárusson, Elías Karl Guðmundsson.

Áhorfendur: 114

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert