Álftnesingar unnu toppslaginn

Cedrick Bowen skoraði 36 stig fyrir Álftanes í kvöld.
Cedrick Bowen skoraði 36 stig fyrir Álftanes í kvöld. /mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álftanes sigraði Hamar, 98:94, í toppslag 1. deildar karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Álftanesi í kvöld.

Leikurinn var jafn og tvísýnn frá upphafi til enda en Álftnesingar knúðu fram sigurinn í lokin og hafa því unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum. Þeir eru því komnir með 20 stig en Sindri er með 16 stig og á leik til góða og Hamar er með 12 stig og á tvo leiki til góða.

Cedric Bowen átti stórleik með Álftanesi í kvöld og skoraði 36 stig. Jose Medina skoraði 33 stig fyrir Hamarsmenn og Ragnar Nathanaelsson tók 19 fráköst.

Gangur leiksins: 8:2, 14:6, 15:17, 24:23, 35:32, 36:37, 45:44, 51:48, 53:50, 61:50, 66:62, 73:70, 77:75, 82:83, 90:86, 98:94.

Álftanes: Cedrick Taylor Bowen 36, Dino Stipcic 22/8 fráköst, Dúi Þór Jónsson 14/7 fráköst, Srdan Stojanovic 14/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6/7 fráköst/8 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 4/8 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 1, Ragnar Jósef Ragnarsson 1.

Fráköst: 35 í vörn, 5 í sókn.

Hamar: Jose Medina Aldana 33/7 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 21, Ragnar Agust Nathanaelsson 12/19 fráköst/3 varin skot, Mirza Sarajlija 10/6 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 8, Daði Berg Grétarsson 7/5 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 3.

Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Elías Karl Guðmundsson.

Áhorfendur: 115

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert