Óvænt tap toppliðsins

Julius Randle átti stórleik fyrir New York.
Julius Randle átti stórleik fyrir New York. AFP/Maddie Meyer

Boston Celtics, topplið Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum, tapaði óvænt á heimavelli fyrir New York Knicks í framlengdum leik í nótt. Urðu lokatölur 120:117.

Eftir mikla spennu í lokin urðu lokatölur í venjulegum leiktíma 110:110 og var New York ögn sterkara í framlengingunni. Julius Randle skoraði 37 stig fyrir New York og Jayson Tatum gerði 35 fyrir Boston og tók 14 fráköst.

Það urðu ekki síður óvænt úrslit í Brooklyn, þar sem Brooklyn Nets mátti þola ósigur á heimavelli gegn Detroit Pistons, botnliði Austurdeildarinnar. Detroit gerði sér lítið fyrir og vann 130:122-sigur.

Saddiq Bey skoraði 25 stig fyrir Detroit, en átta leikmenn skoruðu meira en tíu stig fyrir liðið. Hjá Brooklyn var Kyrie Irving yfirburðarmaður og skoraði 40 stig.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Boston Celtics – New York Knicks 117:120
Brooklyn Nets – Detroit Pistsons 122:130
Charlotte Hornets – Chicago Bulls 111:96
Houston Rockets – Cleveland Cavaliers 95:113
Phoenix Suns – Dallas Mavericks 95:99
Los Angeles Clippers – San Antonio Spurs 138:100

Saddiq Bey sækir að körfu Brooklyn Nets í sigrinum óvænta …
Saddiq Bey sækir að körfu Brooklyn Nets í sigrinum óvænta hjá Detroit Pistons. AFP/Mike Stobe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert