Tíundi sigur Vals í röð kom í Grindavík

Kiana Johnson var stigahæst hjá Val.
Kiana Johnson var stigahæst hjá Val. mbl.is/Óttar Geirsson

Valskonur unnu sinn tíunda sigur í röð í Subway-deild kvenna í körfubolta er þær gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu 20 stiga sigur í kvöld, 83:63.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Grindavík var með tveggja stiga forskot í hálfleik, 33:31.

Valskonur komu hins vegar mun sterkari út í seinni hálfleik og lögðu grunninn að sigrinum með 27:14-sigri í þriðja leikhluta, áður en þær bættu í forskotið í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Kiana Johnson átti stórleik fyrir Val, skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Simone Costa skoraði 17 stig.

Danielle Rodríguez skoraði 23 fyrir Grindavík og Elma Dautovic gerði 12 stig og tók níu fráköst.

Valur er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Grindavík er í fimmta sæti með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert