Njarðvík gerði góða ferð í Smárann

Aliyah Collier lék vel í kvöld.
Aliyah Collier lék vel í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Njarðvíkurkonur gerðu góða ferð í Smárann í Kópavogi í úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld er liðið vann Breiðablik, 80:69.

Njarðvík er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig, tíu stigum á eftir Val og Haukum en 12 stigum á undan Grindavík sem er í fimmta sætinu. Breiðablik er í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig.

Aliyah Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 18 stig en hún tók að auki átta fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir var stigahæst í liði Breiðabliks með 20 stig en hún tók einnig fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Breiðablik - Njarðvík 69:80

Smárinn, Subway deild kvenna, 19. mars 2023.

Gangur leiksins: 5:7, 10:12, 15:20, 18:24, 20:32, 25:35, 27:42, 34:47, 39:49, 45:51, 47:57, 49:60, 51:63, 53:73, 61:79, 69:80.

Breiðablik: Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 20/5 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 14/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 13/7 fráköst, Anita Rún Árnadóttir 4/4 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 5 í sókn.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Raquel De Lima Viegas Laneiro 12/4 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 6, Lavinia Joao Gomes Da Silva 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Dzana Crnac 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4/8 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 3, Erna Hákonardóttir 3, Krista Gló Magnúsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 38.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert