Þórskonur unnu fyrsta leikinn

Madison Anne Sutton var atkvæðamest í liði Þórs í dag.
Madison Anne Sutton var atkvæðamest í liði Þórs í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór Akureyri lagði Snæfell, 80:78, í fyrsta leik liðanna í undanúr­slit­um 1. deild­ar kvenna í körfuknatt­leik á Akureyri í dag. 

Snæfellingar leiddu eftir fyrsta leikhluta, 16:13, og svo einnig í hálfleik, 34:31. Snæfellsliðið jók forskot sitt í þriðja leikhluta í 60:53 en Þórsarar unnu fjórða leikhluta með níu stigum og leikinn að lokum með tveimur, 80:78. 

Madison Anne Sutton var atkvæðamest í liði Þórs með 24 stig, 12 fráköst og sjö stoðsendingar. Í liði Snæfells var Cheah Whitsitt atkvæðamest með 20 stig, 13 fráköst og fjórar stoðsendingar. 

Næsti leikur liðanna fer fram á Stykkishólmi á þriðjudaginn kemur. 

Gangur leiksins:: 0:5, 7:7, 11:10, 13:16, 16:22, 19:27, 21:32, 31:34, 34:41, 39:44, 46:52, 53:60, 55:62, 60:67, 69:70, 80:78.

Þór Ak.: Hrefna Ottósdóttir 25/7 fráköst, Madison Anne Sutton 24/12 fráköst/7 stoðsendingar, Heiða Hlín Björnsdóttir 16, Karen Lind Helgadóttir 5, Eva Wium Elíasdóttir 5/9 fráköst/10 stoðsendingar, Tuba Poyraz 5.

Fráköst: 24 í vörn, 7 í sókn.

Snæfell: Cheah Emountainspring Rael Whitsitt 20/13 fráköst/5 stolnir, Minea Ann-Kristin Takala 19/6 fráköst, Preslava Radoslavova Koleva 17/6 fráköst/3 varin skot, Rebekka Rán Karlsdóttir 10/5 stoðsendingar, Ylenia Maria Bonett 10/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dagný Inga Magnúsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 170

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert