Skórnir á hilluna hjá Loga

Logi Gunnarsson hefur leikið sinn síðasta deildarleik á ferlinum.
Logi Gunnarsson hefur leikið sinn síðasta deildarleik á ferlinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi Gunnarsson lék í kvöld sinn síðasta leik í deildarkeppni í körfubolta hér á landi er hann og liðsfélagar hans í Njarðvík unnu 82:79-sigur á Keflavík á útivelli í lokaumferð Subway-deildarinnar.

Leikmaðurinn staðfesti í samtali við Vísi í kvöld að tímabilið væri það síðasta á ferlinum.

Logi, sem er orðinn 41 árs, hefur í þrígang orðið Íslandsmeistari með Njarðvík og bikarmeistari í tvígang. Hann lék með Íslandi á lokamótum EM 2015 og 2017.

Bakvörðurinn hefur einungis leikið með uppeldisfélaginu Njarðvík hér á landi, en náði einnig góðum árangri sem atvinnumaður erlendis með félögum í Þýskalandi, Spáni, Svíþjóð og Frakklandi.

Njarðvík hafnaði í öðru sæti Subway-deildarinnar og mætir Grindavík í átta liða úrslitum Íslandsmótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert